Forsíða

Gamlinginn 2016
Tónleikar í Seljakirkju 2. mars kl. 20:00
til styrktar orlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði.

Fram koma:

  • Löngumýrargengið
  • Ragnheiður Gröndal
  • Svavar Knútur
  • Raggi Bjarna & Þorgeir Ástvalds
  • Kristjana Stefáns
  • Kór Kalmans, Stjórnandi Sveinn Arnar

Tónlistarstjóri: Jón Bjarnason Kynnir Ólafur Jóhann

Verð 3.500,- Miðar seldir við innganginn

Eldirborgararáð, Ellimálanefnd og Seljakirkja

 

 


 

Æfintýrið um vonina
Eftir Stein

"Þú gleymir einu barnið gott, þegar vinirnir deyja, og gleðin hverfur, þá eigum við þó eitt eftir, sem Guð gaf okkur sjálfur, og sem enginn getur tekið frá okkur, það er vonin."

 

<< Lesa Meira >>

 


Haustferð eldri borgara í Grafarvogskirkju 15. september 2015
Valgerður Gísladóttir höfundur

Í kirkjustarfi eldri borgara í Grafarvogskirkju hefur skapast sú hefð að byrja hauststarfið á ferðalagi. Að þessu sinni var ákveðið að fara á nokkra staði á Suðurlandi. Lagt var af stað frá Grafarvogskirkju kl. 10:00 og ekið sem leið lá um Þingvelli og Lyngdalsheiði austur að Laugarvatni þar sem við stönsuðum stutta stund. Því næst var ferðinni heitið í Friðheima þar sem við áttum pantaða móttöku og léttan hádegisverð.

 

<< Lesa Meira >>

 


Brot úr sögu Hjálpræðishersins á Íslandi.
Valgerður Gísladóttir höfundur

Fljótlega eftir að þeir félagar komu til Íslands héldu þeir sína fyrstu samkomu og var hún að sjálfsögðu mjög vel sótt þar sem fólki lék forvitni á að vita hvað þeir félagar hefðu fram að færa.

Í Ísafold var sagt frá þessari samkomu á eftirfarandi hátt: "Samkoma sú er þeir félagar Ericsen og Þ. Davíðsson yfirliðar í

   

Hjálpræðishernum héldu hér í fyrsta sinn sunnudagskveldið var var heldur en ekki vel sótt: stærsti samkomusalur bæjarins troðfullur, og urðu margir frá að hverfa. Það sem gerðist var, að þeir félagar fluttu lítilsháttar fyrirlestur um "herinn" báðust fyrir og sungu nokkra sálma úr nýju sálmakveri, er "herinn" hafði gefið út í Kaupmannahöfn, en annar þeirra lék undir á fíólín við og við."

Fáir sem engir af áheyrendum munu hafa hneykslast hót á guðsþjónustuathöfn þessari, þótt nýstárleg væri; enda hverjum manni sýnilegur hinn einlægi áhugi þeirra félaga fyrir góðu málefni og alvara með trúna, auk þess sem menn vita hve ágætan orðstýr "herinn hefur getið sér mjög víða um lönd fyrir framkvæmdasama mannást við bágstadda."

 

<< Lesa Meira >>

 


 

Hugmyndir að haust og vorferðalögum í kirkjustarfi eldri borgara.
Samantekt af ýmsum hugmyndum fyrir ferðalög í kirkjustarfi eldri borgara

<< Lesa Meira >>

 


Íslensk kjötsúpa
Innkaupalisti fyrir kjötsúpu handa 70 manns

<< Lesa Meira >>

 


Haustferð kirkjustarfs eldri borgara í Grafarvogskirkju.
Nú er haustið gengið í garð og starfið í kirkjunum er víðast hvar hafið. Í Grafarvogskirkju hófst starfið á því að fara í ferðalag og að þessu sinni fórum við 40 manns til Vestmannaeyja þriðjudaginn 16. september.

<< Lesa Meira >>

 


Hausthátíð í Grafarvogskirkju 30. september 2014.
Við erum e.t.v ekki alltaf að gleðjast yfir haustinu. Við sjáum fyrir okkur að skammdegið er skammt undan og því fylgir oft kuldi og ófærð sem gerir mörgum erfitt fyrir með að komast á milli staða.

<< Lesa Meira >>

 


Hvað er lífið ?
Úti í skóginum var sól og sumar. Fuglarnir flögruðu syngjandi milli trjágreinanna. En svo urðu þeir þreyttir og settust niður til að hvíla sig. Það ríkti þögn í skóginum.

Skyndilega var hún rofin.

<< Lesa Meira >>

 

 


Gömul gildi - Gamall sannleikur
Þetta var á þeim tíma sem gert var við hlutina. Faldinn á gardínunni, útvarpið í eldhúsinu og hversdags fötin. Alltaf var verið að gera við, borða og endurvinna eitthvað. Hluti sem við héldum upp á.

<< Lesa Meira >>


Nokkur Gullkorn
um það sem skiptir máli í augum Guðs

<< Lesa Meira >>


 

Undir smásjá
endursögð gamansaga eftir Sigríði Sigurðardóttur

"Má ég ekki hringja í þig þegar ég þarf að setja upp kartöflur?" Mamma kinkaði kolli alveg dolfallin þegar hún hafði jafnað sig aðeins á spurningunni.
Tengdamamma hafði setið orðlaus af undrun meðan á þessu stóð og velt fyrir sér hvor okkar væri vitlausari, ég eða mamma.

<< Lesa Meira >>


Konan og Rykið

Þá birtist konan með kúst í hendi,
hún kann ekki við þetta ryk.
Hún starir, hún sópar,- í stofunni er hennar
starfsglaða augnablik.

<< Lesa Meira >>

 


 

Velkomin á vef Ellimálanefndar Þjóðkirkjunnar

 

Vefurinn er byggður á efni úr lausblaðamöppu sem Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar gaf út.

Útgáfu möppunnar hefur verið hætt, en stöðugt er leitað að nýju efni sem að gagni kemur í kirkjustarfi eldri borgara og er því komið jafnharðan inn á vefinn.

Á Gamla Nóa birtast einnig tilkynningar um það helsta sem er framundan í starfi eldri borgara innan Þjóðkirkjunnar hverju sinni.

Vonum við að sem flestir geti nýtt sér það efni sem birtist á vefnum.