08.11.2009 23:07

Sankti Nikulás

Flestir kannast við goðsögnina af Sankti Nikulási sem fæddist í Patera í Litlu Asíu árið 280 eftir Krist. Hann varð munaðarlaus þegar hann var barn, var alinn upp af munkum og gerðist prestur. Síðar var Nikulás kosinn biskup og var fangelsaður vegna trúar sinnar.

Hann var þekktastur fyrir gjafmildi sína og sagan segir að oft hafi Nikulás gengið milli höfðingjanna og beðið þá um mat til að færa hinum fátæku. Eitt sinn er sagt að hann hafi klæðst dulargerfi og farið um götur borgarinnar og gefið fátækum börnum gjafir. Sagnfræðingar telja að Sankti Nikulás hafi dáið árið 343 eftir Krist en margir vilja meina að hann lifi enn og sé enn að færa börnum gjafir á jólunum.