08.11.2009 23:10

Jólasokkurinn

Sagan segir að fátækur maður hafi eitt sinn leitað á náðir Sankti Nikulásar og beðið hann um að hjálpa sér að útvega heimanmund handa dóttur sinni.

Sökum fátæktar föðurins var ekkert útlit fyrir að stúlkan gæti gifst því þá tíðkaðist að heimanmundur fylgdi öllum konum í hjónasængina. Nikulás lofaði manninum einhverri úrlausn en gat ekki útvegað aurana strax.
Rétt fyrir jól tókst honum að efna loforð sitt við manninn og henti pyngju fullri af gullpeningum inn um opinn glugga á húsi hans þegar hann átti leið framhjá. Pyngjan lenti í sokk stúlkunnar sem hún hafði hengt til þerris á arinhilluna.

Eftir það varð það siður að hengja sokka barnanna á heimilunum á eldstæðið og venjulega fannst þá gullpeningur í sokknum daginn eftir.