08.11.2009 23:15

Sykurstafurinn

Í Indíana rétt fyrir aldamótin 1900 bjó sælgætisgerðarmaður sem í kringum jólin vildi gjarnan búa til eitthvert sælgæti sem minnti á Jesúm Krist og fæðingu hans.

Hann valdi harðan, hvítan brjóstsykur vegna þess að Kristur hafði verið kallaður klettur aldanna (the rock of ages). Brjóstsykurinn var mótaður í J bæði til að minna á fyrsta stafinn í nafni Jesú en líka vegna þess að það minnti á stafi fjárhirðanna sem voru með hjörð sína í haga nóttina sem Jesú fæddist.

Að lokum bætti sælgætisgerðarmaðurinn rauðri rönd eftir brjóstsykurslengjunni til að minna á að guðssonurinn lét lífið til að mennirnir mættu öðlast eilíft líf og að blóð hans rann þegar hann gekkk píslargöngu sína upp á Golgatahæð og rómversku hermennirnir börðu hann áfram.

Sagt er að piparmyntubragð sé af brjóstsykrinum því piparmyntan er skyld hyssop jurtinni en samkvæmt Gamla testamentinu var hún notuð til að hreinsa sálina og minna menn á að sjálfsfórna er krafist af þeim sem leita réttlætisins og Jesú er hið hreina lamb sem dó fyrir syndir mannanna.