Á morgun færðu sjónina

Á morgun færðu sjónina

Klukkan var hálf sjö að kvöldi. Á litla sjúkrahúsinu í San Cataldo á Síkiley var allt í hinu ytra með sínu hversdagslega sniði. Eins og ávallt voru öll sjúkrarúmin upptekin. Hvar sem komið var lágu sjúklingar í sjúkrarúmunum og jafnvel á bekkjum í móttökuherberginu og á göngunum.

Hjúkrunarkona gekk milli sjúklinganna og talaði uppörvandi til þeirra. En þótt allt virtist í hinu ytra með hversdagslegu sniði, þá var samt nokkuð óvenjulegt í aðsigi. Í sjúkrastofu númer l2 biðu fimm bræður þeirrar afgerandi stundar, sem skera mundi úr um, hvernig líf þeirra og framtíð yrði. Þeir voru allir blindir frá fæðingu. Orsökin var starblinda. Paolo var l5 ára, Carmelo l3 ára,Gioacchino ll ára,Giuseppe 9 ára og Calogero litli var 5 ára.

Mun það heppnast?

Læknirinn, Luigi Picardo var nýkominn. Hann hafði ákveðið að framkvæma augnaaðgerðina á drengjunum þetta kvöld. Á skrifstofu sjúkrahússins hitti hann lækninn Maira, sem ætlaði að aðstoða hann við aðgerðin. Picardo var fremur lágvaxinn, ljós yfirlitum og í eðli sínu nokkuð taugaóstyrkur. En þetta kvöld virtist hann taka hlutina með mikilli ró. Læknarnir ræddu saman meðan þeir skiptu um föt og þvoðu sér. Nú kom svæfingarlæknirinn. Deyfilyfið hafði þegar verið reynt og valið. Læknarnir lögðu mikla áherzlu á að vera í góðu jafnvægi. Hér,í þessu litla sjúkrahúsi í litlum bæ á Sikiley, ætluðu þeir þetta kvöld að reyna að gefa fimm drengjum sjónina. Móðir drengjanna sat hjá þeim. Við og við kallaði yngsti bróðirinn: " Mamma..." Og móðirin tók í hönd litla drengsins og hélt þétt um hana. Hinir drengirnir töluðu öðru hvoru saman í hálfum hljóðum. Hjúkrunarkonan inn .Nú förum við Paolo". sagði hún og tók í hönd hans. Og Paolo, sem var elstur bræðranna fór með henni inn til læknanna.

Þeir stóðu hljóðir í skurðstofunni. En þegar Paolo kom inn, gekk Picardo til hans og sagði: "Paolino, ertu hræddur?" Nei, ég er ekki hræddur". " Heldurðu að þetta muni heppnast?" " Já læknir, ég trúi því, að það heppnist ef læknirinn trúir því," sagði drengurinn trúaröruggur.

Fimm blind börn

Nú hófst skurðaðgerðin. Picardo fjarlægði með varfærni hin mjólkurlitu korn, sem hindruðu drenginn í því að geta séð umheiminn. Síðan saumaði hann saman sárið með hárfínum þráðum.

Paolo var síðan aftur færður til stofu númer l2. " Við skulum strax byrja á þeim næsta",sagði Picardo. En svæfingarlæknirinn sannfærði hann um, að honum væri nauðsynlegt að hvílast stutta stund. Þá kom Carmelo í skurðstofuna og næsta aðgerð hófst.

Þannig gekk það koll af kolli og eftir hverja aðgerð tók læknirinn sér stutta hvíld og byrjaði síðan á ný með einbeitni og ákveðni. Hann fann til geysilegrar eftirvæntingar.Ennþá gat hann ekki séð, hver árangurinn yrði. Þó var hann sannfærður um að aðgerðirnar myndu heppnast. En hann hafði miklar áhyggjur af því, ef fjórir fengju sjónina en einn yrði áfram blindur.

Bræðurnir fimm voru fæddir í smábænum Campobello di Licata. Faðir þeirra vann við búskap. Fjölskyldan var fátæk. Börnin urðu l2. Fjögur voru dáin og fimm fæddust blind. Bæjarbúar kenndu mjög í brjósti um fjölskylduna,sem oft hafði varla nóg að borða. Þegar blindu drengirnir stækkuðu var gerð skurðaðgerð á þrem þeirra, og á tveim þeirra þrisvar sinnum, en aðgerðirnar misheppnuðust. Þá var hafin fjársöfnun í bænum, svo drengirnir kæmust til sérfræðings. Peningar streymdu inn og brátt hafði safnast álitleg fjárupphæð. En þegar læknarnir Picardo og Maria heyrðu sögu bræðranna fimm,buðu þeir fram hjálp sína og sjúkrahúsvist að kostnaðarlausu.

Umbúðir fjarlægðar

Klukkan var orðin ellefu um kvöldið er síðustu aðgerðinni var lokið. Um árangur var ekki hægt að vita fyrr en umbúðirnar yrðu teknar frá augunum. Nóttin var erfið hjá Picardo lækni. Hann gat ekki sofið. Á tuttugu ára læknisferli sínum hafði hann gert aðgerðir af þessu tagi svo hundruðum skipti og flestar höfðu heppnast. Nú bar hann þær saman við aðgerðirnar á bræðrunum. Hve miklir möguleikar voru á því að þeir fengju sjónina? Næsta morgun kæmi það í ljós. Í sjúkrastofu bræðranna var byrgt fyrir gluggann til að draga úr birtunni. Byrjað var að fjarlægja umbúðirnar. Eftirvæntingin var geysileg. Drengirnir opnuðu augun. Einn hvíslaði" Ljós, ég sé ljós". Á næsta augnabliki kváðu við gleðihróp, þegar drengirnir einn eftir annan tókuu eftir birtu,litum,hlutum og að sjálfögðu fólkinu, sem þeir aldrei áður höfðu augum litið.

Bræðurnir fimm höfðu allir fengið sjónina. Þeir föðmuðu hvor annan og hina óumræðilega hamingjusömu móður sína. Og læknirinn Luigi Picardo faðmaði starfsbróður sinn, flýtti sér síðan út úr sjúkrastofunni og grét. Aftur var bundið um augu drengjanna. Þeir þurftu smátt og smátt að venjast birtunni. Þær stundir,sem þeir fengu að vera án umbúðanna lengdust, þeir litu í kringum sig, spurðu athuguðu og undruðust. Starfsfólkið lét þá allt annað víkja og sýndi þeim þann heim, sem þeir loks fengu litið með eigin augum.