Hver kenndi fuglinum ?


"Segðu okkur sögu Edward frændi" sögðu börnin í einum kór, er þau sátu í hnapp hjá frænda sínum, kvöld nokkurt í yndislegu veðri rétt fyrir háttatíma.

Edward frændi hafði frá mörgu að segja, því hann var rétt kominn heim frá SuðurAmeríku, og í augum barnanna var hann mikil hetja.

"Ég skal segja ykkur sögu" sagði ungi maðurinn
"Einn fagran morgunn fór ég í skógarferð með byssu um öxl og nesti í poka, í leit að ævintýrum."
Eftir nokkra göngu settist ég á brotinn trjástofn, enda orðinn svangur og þreyttur.Meðan ég sat þarna veitti ég athygli miklu gargi í fugli, sem blakaði vængjunum yfir bletti alþöktum laufi. Hreiður hans hefur vafalítið verið skammt undan. Fuglinn var í miklu uppnámi og ósjálfrátt stóð ég upp til að huga betur að hvað um væri að vera.

Ég komst fljótt að því. Hægt og rólega nálgaðist hættulegasta eiturslanga Suður-Ameríku hreiðrið. Hún beindi glampandi augum að fuglinum og klofin tungan var á fleygiferð inn og út um kjaftinn.

Þá gerðist nokkuð merkilegt. Karlfuglinn flaug í skyndi á brott og hvarf. Eftir skamma stund kom hann aftur með litla grein þakta laufblöðum í gogginum. Hann tyllti sér við hreiðrið og lagði greinina vandlega yfir það, þannig að hún huldi vel bæði móðurina og ungana. Síðan flaug hann hátt upp í næsta tré, þagnaði og beið komu óvinarins.

Eiturslangan nálgaðist hreiðrið. Hún vafði sig kringum stofninn og fikraði sig upp eftir trénu. Síðan fór hún eftir greininni og kom að hreiðrinu. Hún lyfti upp baneitruðu höfðinu og bjó sig undir að ráðast á bráðina. Snákurinn virti fyrir sér hreiðrið glampandi augum og svo...?

"Hvað gerðist svo?" hrópuðu börnin.

"Þá hentist slangan allt í einu aftur á bak, eins og hún hefði orðið fyrir þungu höggi, fór niður trjábolinn og hvarf út í grasið.

Ég klifraði upp í tréð og skoðaði litlu greinina. Ég tók hana með mér, sýndi hana innfæddum vini mínum og sagði honum alla söguna. Hann sagði mér að fuglinn hefði sótt hana í runna sem eru eitraðir fyrir slöngur og þær varast. Þessi bjargarlausi fugl hafði notað hana sér og fjölskyldu sinni til varnar."

Biblían kallar Satan "hinn gamla höggorm." Hann hefur það að markmiði að leggja í rúst líf karla, kvenna, drengja og stúlkna, sem eru jafn hjálparvana gegn árásum hans og vélabrögðum og fuglinn. Í Orði sínu hefur Guð sagt okkur frá tré nokkru. Það er eitur í augum óvinar okkar og veitir örugga vörn, ungum sem öldnum. Hér er átt við Kross Krists. ?Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð.? (1. Pétursbréf 2. 24)

"Fyrir hans benjar urðum við líkamlega heilbrigðir." (Jesaja 53. 5)

"Er ekki dásamlegt til þess að vita, að okkar miskunnsami Guð skuli hafa kennt fuglunum um runnann, þar sem hann gæti borið sig eftir grein lækningarinnar.

Og er það minna undur að hann skuli veita okkur aðgang að hjálpræði krossins fyrir Drottinn Jesú Krist. Merkilegasta staðreynd veraldar er, að Sonur Guðs elskaði mig og gaf sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. Að hjálpræðið er fyrir hvern sem vill. Hvað með þig"

Frá Vigdísi Jack