Fótspor skaparans


Fyrir mörgum árum var franskur vísindamaður á ferð í arabísku eyðimörkinni með arabískum leiðsögumanni. Um sólsetur breiddi arabinn úr teppi á sandinum og hóf bænastund.

Vísindamaðurinn horfði á með fyrirlitningu. Að bænastund lokinni spurði hann Arabann hvað hann hefði verið að gera.

Hann svaraði: "Ég var að biðja."
"Biðja! Hvern ert þú að tilbiðja?"
"Allah, sem er Guð.
Hefur þú nokkurn tíma séð Guð?" spurði vísindamaðurinn.
"Nei."
"Þá ert þú mikið flón að trúa á Guð sem þú hefur hvorki séð, heyrt né snert."

Arabinn tók þessarri hörðu gagnrýni þegjandi og hljóðalaust.
Þeir lögðust nú til svefns og fóru snemma á fætur næsta dag.
Þegar þeir fóru út úr tjaldinu skömmu fyrir dögun, sagði vísindamaðurinn við leiðsögumanninn: "Það hefur úlfaldi farið hér um í nótt."

Með sérstakan glampa í augum svaraði nú Arabinn:
"Sást þú úlfaldann?"
"Nei."
"Heyrðir þú í úlfaldanum?"
"Nei, ég svaf vært alla nóttina."
"Snertir þú úlfaldann?"
"Nei."

"Þú ert aldeilis undarlegur vísindamaður að trúa á tilvist úlfalda sem þú hefur aldrei séð, heyrt eða snert."
"Ó", sagði vísindamaðurinn, "sjáðu, hér eru fótspor hans allt í kringum tjaldið."

Nú blasti við stórfengleg sólarupprás. Arabinn veifaði hendinni tígulega og sagði:
"Virtu fyrir þér fótspor skaparans og viðurkenndu að Guð er til!"

Já, hinn stórkostlegi alheimur og fegurð nátturunnar bera Guði, skaparanum, vitni.