Kristniboð

Kristniboð
David Brainerd meðal Indíána

Þegar David Brainerd, sem var trúboði meðal Indíána á upphafstímum Nýja Englands fylkisins, hafði snúið mörgum Indíánum af hinum ýmsu ættbálkum, til Krists, sneri hann sér af umhyggju og kærleika að illskeyttum ættbálki, sem ól á miklu hatri og biturð gagnvart hvíta manninum. Yfirgangur og græðgi hvíta mannsins í sögu landsins kom í veg fyrir framgang kristindómsins meðal frumbyggja þessa mikla meginlands.
Þessi villimannlegi ættbálkur átti sér athvarf þaðan sem þeir gerðu stöðugar árásir á hvítu innflytjendurna.
Það varð Brainerd svo mikið kappsmál að snúa þessum Indíánum til Krists, að hann ákvað að fara til þeirra einn síns liðs, óvopnaður, og boða þeim söguna um kærleika Frelsarans.
Hann tók með sér lítið tjald og nokkrar nauðsynjavörur til að geta lifað af í skóginum meðan hann ynni sitt starf. Hann var fremur veikburða svo honum sóttist ferðin seint. Um síðir náði hann þó áfangastað í nágrenni aðalþorps Indíánanna án þess að verða fyrir skakkaföllum.
Hér reisti hann litla hvíta tjaldið sitt og ákvað að biðjast fyrir áður en hann legði af stað til að öðlast blessunarríka vissu og samþykki Guðs fyrir þessarri tilraun.
Meðan hann var þarna einn með Guði höfðu skarpeygir veiðarar Indíána þá þegar komið auga á hann, er hann reisti tjald sitt, og flýttu sér heim til að tilkynna indíánahöfðingjanum og stríðsmönnum þetta athæfi hvíta mannsins.

Guðrækni

Boðað var til skyndifu ndar meðal Indíánanna, þar sem þessi framkoma hvíta mannsins, að reisa tjald sitt og koma sér fyrir á landareign Indíána án þeirra samþykkis, var með öllu lýst óþolandi. Samþykkt var einum rómi að lýsa þennan mann réttdræpan. Hópur stríðsmanna var sendur út af örkinni til þess að ráða hvíta manninum bana og flá af honum höfuðleðrið fyrir að voga sér með þessum hætti inn á veiðisvæði þeirra.
Indíánar berjast ekki eins og hermenn eða bardagamenn annarra þjóða. Launsátursaðferðin er tekin fram yfir árás á opnu svæði. Því var það að þeir fundu sér felustaði allt í kringum tjaldstæði Brainerds og biðu komu hans á bersvæði, til að bana honum með ör af boga. Þeir vissu þó vel að hann var einn á ferð.
Meðan þeir biðu flutti þessi guðsmaður langa bæn. Án efa hefur hann ályktað sem svo að hann þyrfti sérstaklega á samfylgd þess að halda, sem sagði:?Nálægð mín skal fara með þér,? áður en hann horfðist í augu við þessa villimannlegu Indíána. Þannig hefur bæn hans hljóðað.
Indíánarnir höfðu ekki þessa sömu þolinmæði og þreyttust á biðinni. Þeir sendu nú þrjá eða fjóra menn úr launsátrinu, eftir hljóðlátan fund sín á milli, til að fá nánari upplýsingar um þennan hvíta mann. Þeir nálguðust tjaldið hljóðlega og gætilega. Þeir komust óséðir alveg að tjaldinu og allt var hljótt. Þeir kíktu ofur varlega inn í tjaldið og sáu trúboðann á hnjánum og sneri hann bakinu við þeim. Greinilegt var að hann gerði sér ekki grein fyrir nálægð þeirra.

Þeim virtist hann eiga í samræðum við einhvern sem þeir gátu ekki séð, en hlaut þó að vera honum sýnilegur, því annars héldi hann ekki áfram að að tala svona ákaft.

Guðleg handleiðsla

Hjátrúarlegt eðli þeirra upptendraðist við þennan atburð og þeim fannst þeir ekki geta gert honum mein.
Þeir horfðu á hann stjarfir um stund. En sjáið þetta! Hvað var það!
Nú stingur stór skröltormur höfði sínu inn undir tjaldið og skríður inn Hann fer beinustu leið að fótum Brainerds. Nú gerir ormurinn sig líklegan til að spýta eitri að hálsi hans. En ekkert gerist. Ormurinn skekur sér til nokkrum sinnum og fer svo út undan tjaldinu hinum megin og hverfur út í grasið.
Indíánarnir sem höfðu fylgst óttaslegnir með hverri hreyfingu snáksins voru nú í mikilli en niðurbældri geðshræringu. Það var mikið undur að snákurinn skyldi ekki hafa stungið manninn.
Þeir sneru hljóðlega aftur til félaga sinna í skóginum og lýstu atburðunum í tjaldinu.
Það var samhljóða ákveðið að greina höfðingjanum frá því sem fyrir augu hafði borið.

Meðan á þessu stóð hafði trúboðinn hvorki orðið var við komu Indíánanna villimannlegu né skröltormsins. Hann reis á fætur og hélt í átt til þorpsins, án þess að gera sér í hugarlund hvernig móttökur hann fengi hjá þessum villimönnum.
Honum til mikillar undrunar og gleði tóku þorpsbúar vel á móti honum, eins og vini sem hefði verið lengi að heiman en tekið opnum örmum við heimkomuna.
Þeir hlustuðu á boðskap hans. Þegar fram liðu stundir tóku margir við boðskap hans og mikið verk var unnið í þágu Guðs.

Frá Vigdísi Jack.