Krukkan


 
Ég valdi að láta krukkuna sjálfa tala og segja frá því sem gerðist í heimi hennar á fjórum mánuðum: "ég hékk á nagla upp undir súð í kátetu á skipi."
Þetta var 3. mars 1930 þegar fjórtán ára sjómaður fór í fyrsta sinn á vertíð. Faðir hans var dáinn og þar sem hann var elstur fjögurra systkina fór hann til sjós til þess að afla fanga til heimilisins. Það voru móðir hans og þrjú systkin.

Hann var mjög lítill vexti, svo lítill að hann varð að stíga upp á stól til þess að ná mér. Mjúk hönd hans tók varlega um mig og ég fann að um mig hríslaðist undarlegur, notalegur straumur. Hann helti í mig heitu tei og ég var sjóðandi heit. Um leið og ann bragðaði á teinu var eins og hann gæfi mér fyrsta kossinn. Og í hvert sinn sem hann drakk af barmi mér varð vinátta okkar nánari.

Ég hugsaði með mér, þú mátt ekki yfirgefa mig, þér vil ég vera með allt úthaldið. Og brátt kom í ljós að hann hafði hugsað eins því hann tók fimmeyring með gati, þræddi spotta í gegnum hann og batt í hankann á mér. Hann skolaði mig varlega og hengdi mig aftur upp á naglann. Þar hékk ég hreykinn af nýja einkennismerkinu og hugsaði að nú sæju hinar krukkurnar að ég hafði eignast góðan og trúfastan vin.

Ég hlakkaði til þess í hvert skipti sem hann kom niður í káetuna til þess að borða og tók mig niður af naglanum. Stundum voru hendur hans svo hrjúfar og kaldar að hann var næstum dofinn á fingrunum. Þá var gott að geta yljað honum og sjá hversu hann naut þess að anda að sér ilminum sem steig upp frá heitu kaffinu. Ég sá hvernig hann borsti til áhafnarinnar þegar hann hélt utanum mig með köldu fingrunum og drakk af vörum mér.

Dag nokkurn þegar við vorum á heimleið eftir fjögurra mánaða úthald kom skiptstjórinn niður í káetu og skýrði frá því að þeir sem vildu minnast úthaldsins mættu fá nokkra saltfiska til þess að fjölskyldan fengi að smakka. Ég var forvitinn að sjá hvað fjórtán ára vinur minn myndi gera.

Seinasta kvöldið þegar komið var í höfn áttu allir að fá síðasta kaffisopann í ferðinni. Ég var tekinn niður og fyllt af heitu kaffi. Ég var dálítið leið að yfirgefa vin minn. Hann kreppti hendurnar sínar ástúðlega utanum mig og ég heyrði hann hvísla: "Kæri Guð! Ég þakka þér gott og velheppnað úthald! Takk fyrir allt. "Síðan kyssti hann mig í síðasta sinn í ferðinni og setti mig upp á naglann.

Og hér er ég enn með heiðursmerki á brjósti mér.

Þetta var frásögn krukkunnar.

Oli Dahl, færeyskur rithöfundur