Rós prestsins

Endursögð þýðing Þórunnar Richardsdóttur Sívertsen húsfreyju
á Höfn í Borgarfirði

I.
Faðir Montresor, sóknarprestur í fátæka litla sveitaþorpinu Bellmont í Brittaníu, var á gangi eftir heitri rykugri götu, heim að afskekktu koti mílu vegar frá heimili sínu, til að vitja um sjúkan mann. Hann braut ákaft heilann um fátækt sína. Ekki var það í eigin hagsmuna skyni. Fyrst og fremst hugsaði hann um, að gott væri að geta fært sjúklingnum nærandi fæðu en ekki aðeins huggunarorð. En árstekjur hans hrukku naumast til hans fábrotnu nauðþurfta. Framundan var hátíð í kirkjunni og ekki vissi hann hvar hann fengi blóm á altarið. "Mikið flón og syndaselur get ég verið? hugsaði hann. "Ef Guð krefst af mér meira en þessa vesæla prestsembættis, mundi hann þá ekki bera sjálfum sér vitni á sínum tíma??

Þegar hér var komið hrökk hann við og stansaði. Tötralegur maður lá hálfur niðri í síkinu meðfram veginum, stynjandi af sársauka, og bað um hjálp. "Hefur þú meitt þig vinur minn? spurði presturinn um leið og hann laut niður að manninum?

"Það er fóturinn á mér faðir góður? sagði maðurinn. "Ég held ég hafi brotið ökklabeinið.? Það reyndist rétt og presturinn bauð fram hjálp sína. "Vertu hughraustur sonur minn, nú lyfti ég þér upp og flyt þig heim til mín.? Maðurinn kveinkaði sér og kvaðst ómögulega geta staðið vegna sársauka. "Taktu mig í fang þér faðir,? sagði hann,?þú munt finna að ég er ekki þungur.?

Presturinn sem alls ekki var neitt tröll að burðum, hristi höfuðið dapur í bragði, en vildi þó verða við ósk mannsins. Sannleikurinn var sá, að hann hafði ekki borðað sig saddan í mörg ár og var því ekki nema hálfdrættingur að afli. Sér til mestu furðu fann hann þó, að hann gat borið manninn án mikilla erfiðismuna.

Þannig gefur Drottinn veikum styrk, hugsaði hann með sér. "Ekki í vorum eigin mætti,? sagði sjúklingurinn eins og hann læsi hugsanir hans.

"Þú talar viturlega sonur minn,? mælti presturinn og bætti við.?Þú ert ótrúlega léttur svo ég á hægt með að bera þig. En hérna er húsið mitt; ég ætla að leggja þig á rúmið mitt og athuga meiðslin.?

Sjúklingurinn var þakklátur þó hann mælti fátt. Hann dvaldi hálfan mánuð hjá prestinum, sem lét sér mjög annt um hann. Allan tímann gaf hann honum af mat sínum, sem þó var ekki til tvískifta.

Að þeim tíma liðnum þóttist gesturinn ferðafær. Hann var mjög þakklátur og bros hans þegar hann kvaddi velgerðarmann sinn var eins og þegar sólargeisli brýst í gegnum ský. "Þú hefur reynst mér vel faðir sæll? sagði hann. "Ég hefi legið í rúmi þínu, en þú hefur orðið að liggja á stólum. Þú hefur verið svangur, því ég hefi etið matinn þinn, - en - þú hefur aldrei kvartað. Ég á ekkert að gefa þér nema þakklæti mitt og þetta litla rósatré. Vökvaðu það um hádegið í dag, og mun það brátt bera nóg blóm á altarið þitt.?

Presturinn blessaði sinn nýja vin og fylgdi honum til dyra. Hann setti rósatréð í blómsturpott sem hann fyllti með mold. "Ég ætla að vökva það klukkan tólf,? sagði hann og hló við,- "af því að aumingja Pierre mælti svo fyrir, þó að ég geti ekki séð að sá tími sé öðrum betri.? Klukkan tólf var faðir Montresor önnum kafinn við að skíra barn. Hann mundi ekki eftir rósatrénu fyrr en eftir það og vökvaði það þá með skírnarvatninu. Rósatréð virtist aðeins bera fáa blómknappa. En næsta dag var það þakið dásamlegum útsprungnum rósum. Aldrei hafði presturinn séð jafn yndisleg blóm. Rauðar og hvítar þroskaðar ljómandi rósir, sem þrungnar himneskum ilm. Presturinn klappaði saman lófunum af af gleði. "Það er eins og þær hafi sprungið út af ásettu ráði fyrir hátíðina á morgun,? hrópaði hann og fór óðara að skreyta altarið, sem aldrei áður hafði verið jafn undurfagurt.

Á hátíðinni daginn eftir dáðust allir að rósunum og flestir spurðu, hvaðan þær hefðu komið.Presturinn sagði sem var; Þakklátur ókunnur maður, sem hann hafði gjört lítilfjörlegan greiða gaf honum þær. Hann átti ekkert annað og því blessaðist gjöfin svona vel. Það er allt og sumt.

II.
Einn af kirkjugestunum, sem verslaði með blóm, bauðst til þessað kaupa allt sem yrði afgangs. Á hverjum degi var litla tréð alsett nýjum rósum, og presturinn seldi kaupmanninum allt sem hann ekki þurfti til kirkjunnar. Loks var blómasölusjóðurinn orðinn það stór að presturinn gat snúið sér fagnandi að því verkefni sem hann hafði lengi dreymt um. En það var að reisa sjúkraskýli fyrir fátæklinga í prestakallinu.

Við hverja skírn í sókninni notaði faðir Montresor vatnið til að vökva með rósatréð og vöxtur þess magnaðist svo, að sjúkraskýlinu miðaði vel áfram. Og eftir rétt ár stóð líknarstofnunin fullgjör, fögur og fullkomin, og skyldi tekin í notkun á Dýradagshátíðinni.(Hátíð til að vegsama náðarmeðölin við altarisgöngu, féll niður um siðaskifti). Þá var von á biskupnum, og gaman yrði að sýna honum árangur starfsins, Guði til dýrðar og fátæklingum til blessunar.

Nú beindist athygli prestsins að því hve messuklæði hans voru orðin fornfáleg og slitin. Hann átti enga peninga, en ákvað eftir nákvæma íhugun að nota rósapeningana í eina viku til þess að fá sér nýjan messuskrúða. En honum til skelfingar brá svo við þennan dag að litla tréð bar aðeins fáein vesældarleg blóm og næsta dag varla nein. Svolítið skírnarvatn var til, en nú fór kuldahrollur um um tréð og það var þegar tekið að visna.

Þá opnupust augu prestsins.?Ég hefi syndgað, ég er ranglátur ráðsmaður,? hrópaði hann. Og hann skilaði nýju messuklæðunum, fór heim og baðst fyrir.

Innan tveggja daga stóð litla rósatréð aftur í blóma.

III.
Biskupinn kom þegar sjúkrahúsið var vígt. Hann atyrti prestinn fyrir útganginn og vændi hann um vanrækslu í starfi.

Þetta kom eins og reiðarslag yfir blessaðan prestinn. Hvert mannsbarn í prestakallinu vissi vel að hann hafði aldrei vanrækt störf sín, nema síður væri. Spítalinn þurfti rekstrarfé, meðöl og matvæli, og engin hjúkrunarkona var enn ráðin.

Hann íhugaði að selja blómasalanum rósatréð, og ræddi við hann um kaupin. Blómasalinn varð frá sér numinn af gleði og bauð háa upphæð fyrir, auk árlegs framlags til sjúkrahússins.

Presturinn áskildi sér tíma til umhugsunar og hélt dapur heim á leið. Það var nokkurra mílna vegur til borgarinnar og hiti mikill.

Presurinn var allþreyttur orðinn og settist niður til að hvíla sig.. Hann féll í svefn, og í svefninum birtist honum sá sem gefið hafði honum rósatréð og bað hann fyrir alla muni að láta það ekki af hendi.

"Þú skalt gróðursetja það? sagði hann " meðfram spítalaveggnum, og það mun seðja hungraða og græða sjúka lengi eftir að þú ert dáinn og grafinn.? "En biskupinn ? biskupinn! Þú heyrðir ekki hvað hann bar mér á brýn,? sagði presturinn. Sýnin svaraði að einn væri öllum biskupum æðri, og sá mundi blessa rósina og starfsemi hennar. "Vökvaðu hana í dag klukkan þrjú, á nóni.? Með þeim orðum hvarf sýnin.

Presturinn staulaðist heim úrvinda af þreytu og gróðursetti rósina tafarlaust undir veggnum á sjúkraskýli sínu.

Klukkan var nærri 3 og ekki dropi til af skírnarvatni.

Hvað var til ráða? Var það ekki einber heimska að taka mark á draumum? Nú hefi ég drepið rósina með því að flytja hana úr stað, - og þá er spítalinn minn úr sögunni.

Allt í einu var klappað á handlegg prestsins. Það var mögur og þreytuleg kona með barn í fanginu. "Faðir,? sagði hún. "Ég er úrvinda af þreytu og aðframkomin. Getur þú veitt mér húsaskjól og eitthvað að borða? Ef ég dey, þá deyr barnið mitt líka, - en hún er óskírð.?

"Nú veit ég fyrir víst að herskarar himnanna eru með mér,? hugsaði presturinn. Við konuna sagði hann: Fyrst það sem meira er um vert, en það er að skíra barnið. Síðan er ykkur velkomið að dveljast á heimili mínu og hvílast eins lengi og þið þurfið.?

Konan hresstist, barnið var skírt og því fór vel fram. En rósatréð klifraði upp eftir spítalaveggnum og þakti hann fegurstu blómum mestan hluta ársis. Konan lærði hjúkrun og fórst það vel. Blessun hvíldi yfir húsinu, og sjúklingar voru færðir þangað úr öllum áttum. Jafnvel eftir að gamli presturinn dó, hélt spítalinn áfram líknarstarfsemi sinni. Aldrei brást aflgjafi hans, rósatréð, og blóm þess héldu framvegis sínu sérstaka gildi á blómatorginu. Stundum gaf litla stúlkan þeim sem átti leið um blóm af trénu og fylgdi því alltaf mikil blessun. Ef yngismær t.d. fékk það, hitti hún kannski draumaprinsinn. Mæðrum færði það heill og beindi börnum á rétta braut, og margir fengu uppfyllingu óska sinna. Þó gat hvorki barnið sem gaf, eða hinn heppni sem fékk blómið engan veginn vitað, hvernig lá í hinni leyndardómsfullu blessun sem bjó í rósatrénu prestsins.