Dagurinn sem ég gekk með Guði

Eftir R.C.

Nokkur ár eru síðan atburður þessi gerðist.. Það var á liðnum vetri. Kvöld eitt um háttatíma var kalt í veðri en heiðskírt. Næsta morgun þegar ég leit út brá mér í brún. Ísing var á öllum götum og snjóföl ofan á, sem gerði illt verra..Gangstéttirnar voru glerhálar og snjóadrög hér og hvar. Tveir menn á leið í vinnu duttu báðir og nestiskassar þeirra ultu niður eftir götunni. Ég þurfti að komast til vinnu minnar, en vinnustaður minn var uppi á hæð. Ég hafði nýlega snúið á mér fótinn og var haltur þess vegna. Ég átti að mæta fyrstur á vinnustað og opna hann. Hvað átti ég að taka til bragðs? Klukkan sjö varð ég að vera mættur.

Aldrei verður mér mögulegt að útskýra til fullnustu, hvað nú gerðist, en allt í einu fór ég að biðjast fyrir. Ég talaði við Drottin eins og hann stæði fyrir framan mig. Allt umhverfið og og öll hljóð fjarlægðust ? ég var aleinn með Guði. Ég sagði honum að ég þyrfti nauðsynlega að komast upp á hæðina, en treysti mér alls ekki til þess. Og áður en ég vissi af var ég lagður af stað. Nú voru fleiri komnir á kreik á leið til vinnu sinnar. Flestir fikruðu sig áfram skref fyrir skref, og reyndu að styðja sig við húsin.

Mörgum skrikaði fótur, sumir duttu, stóðu upp aftur og reyndu að halda áfram. Seinna mundi ég að margir höfðu hrópað aðvaranir til mín ? en ég gaf því engan gaum.

Hvert einasta skref upp langa og glerhála brekkuna var tekið í stöðugu samtali við Guð. Aðeins eitt var raunverulegt, ég fann að Guð hélt í hönd mína. Aldrei áður hafði ég fundið svo greinilega fyrir nálægð hans.

Lögregluþjónn sem gekk yfir götuna og ætlaði að rétta mér hjálparhönd missti jafnvægið og datt kylliflatur. Starfsmaður frá Rauða krossinum fór sömu leið.

Allt þetta sá ég eins og í fjarska er ég gekk áfram og talaði stöðugt við minn ósýnilega fylgdarmann. ?Góði Guð, nú erum við næstum komnir alla leið, aðeins ein gata er eftir. Þakka þér fyrir það Herra, að þú hjálpar mér. Slepptu ekki hendi minni. Þarna er skrifstofan. Haltu mér nú fast yfir þessa breiðu götu. Ó, þakka þér fyrir kæri Herra.

Þetta tókst. Við erum komnir yfir."

Skyndilega var eins og ég vaknaði af dvala. Ég stóð við skrifstofudyrnar og leitaði að lyklinum. Þegar ég var kominn inn fyrir rann það loks upp fyrir mér hvað ég hafði upplifað. Allt þetta fólk sem var á ferli og á engan hátt fatlað, varð að baxa áfram og datt hvað eftir annað, en ég var kominn á leiðarenda heill á húfi, án þess að hafa dottið í eitt einasta skipti.

Mér hafði ekki einu sinni skrikað fótur.

Hvernig mátti þetta verða? Ég vissi fyrir víst að það var ekki af sjálfsdáðum.

Var þaðí raun og veru Drottinn sjálfur sem var með mér á veginum? ?

Hvað álítið þið?

Frá því þetta gerðist hefi ég oft reynt svipaða vernd, þar sem ég var sjálfur settur til hliðar, en voldugur kraftur frá Guði gerði mér mögulegt að inna af hendi verkefni er fyrir lágu, á þann hátt sem ég hefði alls ekki getað hjálparlaust.