Góðar fyrirmyndir

(Kjörið til samlesturs)

"Segðu mér stráið mitt litla, sem alltaf ert að stækka, heldurðu að þú getir komið nokkru til vegar á svona stóru engi á svona stórri jörð??

"Já ég hjálpa til að klæða jörðina og gera engið grænt.?

"En þú ert svo ósköp lítið, stráið mitt.Er þér þetta ekki ofviða??

"Satt er það, ég er ekki nema lítið strá, en við erum mörg litlu stráin. Og þegar við hjálpumst að, þá gerum við engi og grundir fagurgræn.?

"Rétt er það stráið mitt. Vertu samtaka systkinum þínum og hafðu þökk fyrir starf þitt við að klæða jörðina.?

Góðan dag, blómið mitt litla. Þú blómgast og þroskast. En heldur þú að þú sért til nokkurs gagns í þessum heimi??

"Já, það held ég, því að ég hjálpa til að fylla loftið blómailm og skrýða landið.?

"En þú ert svo lítið þarna rétt við götuna, og jörðin er svo stór. Heldurðu ekki að þetta sé þér ofvaxið??

"Satt er það að ég er lítið og megna ekki mikið einsamalt. En við blómin erum mörg og hjálpum hvert öðru til að skreyta jörðina og fylla loftið ilm okkar.?

"Það er alveg rétt.Guð blessi þig litla blóm. Þökk fyrir fegurð þína og ilm.?

"En hvert er erindi þitt, litli regndropi sem fellur,-fellur langa leið. Getur þú komið nokkru til vegar í svona stórum heimi??

"Ég er að vökva jörðina og endurnæra jurtagróðurinn.?

"Blessaður vertu, hvað megnar þú svona lítill að vökva jörðina??

"Já, ég veitað ég er ofboð lítill og það ber ekki mikið á mér einsömlum. En við erum margir bræðurnir. Ef enginn okkar kæmi til, væru stráin, blómin og trén fljótlega úr sögunni. Þegar við komum í hópum þroskast grasið, blómin springa út og grundirnar grænka.?

"Það er satt litli regndropi minn, alveg satt og rétt. Bestu þakkir fyrir starf þitt, þú ert sannarlega þarfur, þó að þú sért fjarskalega smár.?

"Góðan dag fagri sólargeisli, þú ert að skína allan daginn. En til hvers ertu að því? Hvert er annars hlutverk þitt í veröldinni??

"Ég er að fylla hana með birtu, yl og gleði.?

"Það er mikið sem þú færist í fang, vinur minn. Veröldin er stór og köld og æði oft skuggaleg, en þú ert svo ósköp lítill.?

"Satt er það að vísu.En ég er ekki einn um starfið. Ótal bræður mínir styðja mig. Þegar við komum í hópum á morgnana brosa blómin og börnin verða glöð. Og margt gott er kennt við okkur og ljósið okkar, þótt við séum smáir.?

"Rétt er það sólargeisli, ég kannast við það. Bestu þakkir fyrir birtu þína og og yl, og hvert yndislegt bros sem þú kallar fram.?

Litla strá, litla blóm, litli dropi og litli geisli, þið eruð góðar fyrirmyndir. Ég ætla að reyna að líkjast ykkur. Þótt ég sé ekki nema lítið barn, þá get ég reynt að sýna hlýðni og lipurð og vera til gleði á heimili mínu eins og sólargeisli. Ef við verðum samtaka nógu mörg börn og biðjum Guð að hjálpa okkur, þá getum við glatt margan bágstaddan og breytt mörgum gróðurlausum blettum í alblómgaðan reit.

Við sem erum fullorðin erum sannarlega smá í öllu mannhafinu. En ef við leggjum okkur fram hvert og eitt við að bæta sambúð og samlyndi náunga okkar, sem þess þurfa með, getum við áorkað ótrúlega miklu, þó að við virðumst smá hvert fyrir sig.

Minnumst þess að Guð er með okkur í hverju verki sem leiðir til góðs.

Í fornöld á jörðu var frækorni sáð,
Það fæstum var kunnugt en sums staðar smáð,
Það frækorn var Guðsríki í fyrstunni smát,
En frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt...
Vald. Briem

Og sjá, ég er með þér og varðveiti þig, hvert sem þú fer, því að ekki mun ég yfirgefa þig, fyrr en ég hefi gjört það, sem ég hefi þér heitið.

I. Mósebók. 28. kapítuli, 15. vers