Nýja Testamenti Tyndale's

Tyndale sem var einn af frægustu siðbótarmönnum á Englandi á 16. öld þýddi Nyjatestamentið á ensku og gaf það út. Skömmu seinna kom skipun frá konungi þar sem bannað var að kaupa eða lesa "þessa þýðingu eða aðrar slíkar".  Við skipun þessa óx forvitni fólks. Allir fóru að lesa þessa bók, sem talin var svo vítaverð, með meiri athygli en áður.

Lundúnabiskup sem þá var, ætlaði sér að taka af skarið, en fórst það svo að siðbótarmenn höfðu hið mesta gaman af. Hinum háæruverðuga biskupi flaug í hug að besta ráðið til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu þessara ensku Nýja testamenta væri að kaupa allt upplagið. Hann fól manni sem Parkington hét að sjá um erindi sitt. Sama hvað það kostaði. Hann ætlaði sér að brenna það við St. Pálskirkjuna í London.

Parkington snéri sér beint til Tyndale sem um þær mundir var staddur í Antwerpen. Þeim samdist um verðið, biskup fékk bækurnar, Parkington hlaut þakkir fyrir og Tyndale tók við peningunum.
Fyrir vikið gat Tyndale óðara gefið út aðra nýja og endurbætta útgáfu af Nýja testamentinu, svo nú barst þrefalt meira af þeim til Englands en áður. Biskup varð heldur vonsvikinn og reiddist ákaflega. Skömmu síðar lét Thomas Moore kalla fyrir sig mann Konstantín að nafni og spurði hann hvernig þeir félagar hefðu komist yfir svo mikið fé erlendis. Maðurinn svaraði að bragði: "Biskupinn í London var aðalstyrktarmaður þeirra. Hann keypti af þeim Nýja testamenti fyrir mikið fé, til að brenna þau."

Saga þessi er eftirminnilegt dæmi, hvernig Guð snýr stundum fjandskap manna vinum sínum til heilla.

Sannast þar orðin: "Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss."

Frásögn þessi birtist í "Bjarma" 1910.

Meira um Tyndale.

William Tyndale (1494-1536) sem ofangreind frásögn hermir frá, var uppi á líkum tíma og Lúther. Þá virðist vera í gangi í Evrópu mikill áhugi á biblíuþýðingum. Tyndale þýddi fyrstu prentuðu Biblíuna úr frummálinu á enska tungu. Segja má að hún sé upphafið að safni enskra Biblía, en þær byggja síðar á ensku biblíuþýðingunni sem gerð var með heimild Jakobs 1 1611, oft nefnd King James version, einn af dýrgripum enskrar tungu.

Efnuð fjölskylda í Gloucesterskíri (héraði) gaf út þýðingu Tyndale's. Þar höfðu áhrif John Wycliffe og fylgismanna hans verið hvað sterkust. Wycliffe var virtur kennari íOxford og vel má vera að Tyndale hafi hrifist af honum á námsárum sínum þar. Einnig má geta þess að Tyndale var upp á sitt besta þegar nýöld tekur við af miðöldum.

Eftir nám við háskólann í Oxford 1515 fer Tyndale til Cambridge þar sem hann að því er virðist kynnir sér betur Biblíuna og málfar hennar.
Hugmyndin að þýðingu Biblíunnar hefur sennilega komið upp um 1516. Þá hafði Erasmus gefið út fyrsta Nýjatestamentið á grísku, en Lúter gaf það út á þýsku 1522. Tyndale taldi mikla nauðsyn að gefa út Biblíuna á ensku. Hann fór til London 1523 í trausti þess að biskupinn í London Cuthbert Tunsdal styddi áform sitt um þýðinguna. En þar varð hann fyrirr miklum vonbrigðum.
Nokkrum mánuðum seinna, þegar öll sund virtust lokuð, ákvað hann að fara yfir til meginlandsins. Ekki er vitað hvort hann hélt á fund Lúthers.
Skömmu seinna eða 1523, afhenti hann handrit sitt prentara einum í Köln. Höfuðandstæðingur Lúters, Jóhannes Cochlaeus koms á snoðir um hvað hér var á ferðinni. Hann gerði sér lítið fyrir, fyllti prentarann og æsti yfirvöldin til að banna prentunina og gera handritið upptækt. Tyndale og ritari hans komust naumlega undan með ófrágengnar prentaðar pappírsarkir.
Að nýju var hafist handa í Worms, og 1526 var gefin út bók í 3.000 eintökum í átta blaða broti. Nokkur eintök komust til Englands um vorið.
Um haustið var þeim dreift víða. Tunsdal biskup skarst nú í leikinn og bauð að brenna þau eintök sem til næðist. Var svo gert framan við St.Pauls kirkjuna í London.
(sbr.frásön hér á undan).

Þrátt fyrir að næstu 6 ár hafi verið gefin út 18.000 eintök af áttblöðungnum frá Worms var andstaðan gegn þeim svo mikil að í dag er talið að aðeins tvö eintök séu til. Annað í háskóla í Bristol í Englandi, hitt í bókasafni St.Pauls kirkjunnar í London. Auk þess er brot af annarri útgáfu í British museum. Þrátt fyrir allt þetta varð úitbreiðsla Orðsins ekki stöðvuð.
Tyndale hófst nú handa við að þýða Gamla testamentið. Þrátt fyrir skipreika við strönd Hollands, þar sem hann missti handrit sitt af þýðingu fimmtu Mósebókar, voru Mósebækurnar gefnar út á ensku 1530.

Tyndale fékkst ekki aðeins við biblíuþýðingar, hann samdi og gaf út mörg önnur rit.

Á þessum árum voru uppi miklar viðsjár í stjórnmálum Englands, margir voru teknir höndum og settir í fangelsi, þar á meðal Tyndale. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að leysa hann úr haldi, en árangurs.

Í bréfum sem varðveist hafa sést að seinasta veturinn sem hann lifði fór hann þess á leit við fangelsisstjórann að hann mætti hafa hjá sér Biblíu á hebresku, málfræði og orðabók. Bendir það til þess að hann hafi unnið að þýðingu Gamla testamentisins.

Tyndale var líflátinn í kastalagarði fangelsisins 1536.
Honum hefur verið líkt við Lúter sem eins fremsta siðbótarmanns Englands.

Heimild: Britannica.