Gjöfin

Ungur maður var að útskrifast úr háskóla.
Marga mánuði hafði hann dáðst að sportbíl sem hann hafði séð frá bílaumboði.
Hann vissi vel að faðir hans hafði efni á að gefa honum bílinn. Þess vegna hafði hann sagt honum að hann óskaði sér umfram allt að fá einmitt þennan bíl í útskriftargjöf.

Dagurinn rann upp og faðir unga mannsins kallaði hann upp á skrifstofu sína.
Hann lét í ljós ánægju yfir að eiga svona efnilegan son, og lagði jafnframt áherslu á hve vænt sér þætti um hann.
Að svo mæltu rétti hann syni sínum nýja Biblíu í stóru broti.

Í stað þess að taka við Biblíunni varð sonurinn bálreiður og nánast öskraði á föður sinn:
"Þú, sem átt alla þessa peninga, og svo gefur þú mér Biblíu."
Hann stormaði út úr húsinu og skildi Biblíuna eftir.

Nú líða mörg ár. Sonurinn varð dugandi maður og kom sér alls staðar vel.
Honum gekk vel í viðskiptum, giftist góðri konu, eignaðist mannvænleg börn og bjó í stóru fallegu húsi. Allt gekk honum í hag.

Dag einn barst skeyti til mannsins. Faðir hans var látinn og sonurinn erfði hann.
Hann var beðinn að koma þegar í stað og taka við arfleifð sinni.

Þegar hann kom á gamla heimilið sitt fylltist hann söknuði og eftirsjá. Hann fór inn á skrifstorfu föður síns og skoðaði ýmis skjöl og gögn. Meðal þess sem hann fann var Biblían sem faðir hans ætlaði að gefa honum á útskriftardaginn.
Hann tók Biblíuna og fór að fletta henni.

Þá datt lykill úr umslagi sem límt var á baksíðuBiblíunnar.
Þetta var lykillinn að bílnum sem hann hafði dreymt um á sínum tíma.

Hve oft missum við ekki af blessun Guðs, aðeins vegna þess að hún kemur ekki alltaf í þeim umbúðum sem við reiknum með?

Frá Vigdísi Jack