Satt sagði hún

Sagt er frá ungri ítalskri stúlku, sem var að lesa í bók, er ókunnan mann bar að garði. Hann spurði stúlkuna, hvað hún væri að lesa.

Guðs orð, í Biblíunni, svaraði stúlkan.

Hver hefur sagt þér að Biblían sé Guðs orð? Spurði maðurinn.

Það hefur Guð sjálfur gert, svaraði stúlkan.

Það er ómögulegt, sagði maðurinn. Hvernig ætti hann að hafa gert það?

Hver hefur sagt þér að sól sé á himninum? Spurði stúlkan.

Enginn, það þarf enginn að segja mér það, sólin gerir það sjálf svaraði maðurinn.

Já, sagði stúlkan. Það er nefnilega það, - eins er það með Guð.
Hann segir mér það sjálfur. Þegar ég les orð hans, þá finn ég ljósið og ylinn sem frá því leggur.

Hafði hún ekki á réttu að standa?