Raddir um Biblíuna

Allt sem ég veit um gæsku, góðvild, heiðarleika og háar hugsjónir, hefi ég lært í Biblíunni. Á skólaárum mínum var á hverjum morgni lesinn kafli úr henni. Þar lærði ég að meta og virða hennar dýrmæta innihald. Ég hefi alltaf haft miklar mætur á Guðs orði. Mætti ég ráða, væri það ósk mín, að lesið væri úr Biblíunni áhverjum morgni í öllum skólum lands vors.

Henry Ford

Síðan aldurinn færðist yfir mig hefi ég tekið til við að lesa í Biblíunni, þessarri stórmerku bók
Á yngri árum er maður hugsunarlaus og hefur ekki áhuga á lestri hennar.
Þetta breytist eftir því sem árin líða og þroski mannsins eykst.
Það er með Biblíuna eins og hina miklu list. Hún stendur óhagganleg.

Carl Miller

Ég fæ aldrei fullþakkað það lán að alast upp á venjulegu sænsku sveitaheimili þar sem foreldrarnir voru innilega trúaðir.
Þannig kynntist ég snemma þeim fjársjóðum sem Biblían hefur að geyma.

Anders Örne