Roosevelt forseti og Biblían

Eitt sinn á alsherjarþingi biblíufélaganna fórust Roosevelt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna orð á þessa leið:

"Allar vonir um mannlegar framfarir eru komnar undir vaxandi áhrifum biblíunnar.
Takið þessa bók burt úr dómsölunum, þar sem menn vinna eiða sína frammi fyrir heilögum Guði;
takið hana burt úr húsunum og af heimilunum;
takið hana burt úr fangelsunum, frá þeim sem sitja þar í örvilnan;
takið hana burt úr sjúkrastofunum frá lifandi sálum;
nemið hana burt úr skólunum og barnastofunum og fáið uppvaxandi kynslóð bækur og speki nýtískukenningarinnar í hendur.
Bíðið svo einn áratug, þangað til sæðið kemur upp.
Þá munduð þér flýja út úr ógnum ættleraskaparins, sem þá mundi upp koma; yður myndi hrylla við hrottaskap mannanna og hinu ægilega valdi eigingirninnar.
Maðurinn, ákvarðaður til að hefja sig til Guðs, yrði þá líkari villidýri en manni.

Slík yrðu afdrif mannkyns, ef Guðs orð hyrfi úr heiminum."