Kraftur Guðs orðs.

Einu sinni bar svo til í borginni Bern í Sviss, að maður gekk þar framhjá sem Biblíur voru seldar.Úti í gluggunum lágu nokkrar Biblíur opnar og varð honum litið á þær. Hann las þá af hendingu í einni þeirra þessi orð í fjallræðu Krists: 

"Vertu fljótur til að sættast við mótstöðumann þinn, meðan þú ert á vegi með honum."

Og svo las hann það sem fór á undan og eftir þessum orðum:

Maðurinn var nýbúinn að höfða mál á móti einum af samborgurum sínum. Við þessi orð vaknaði samviska hans;
Hann gekk rakleitt frá búðarglugganum til mótstöðumanns síns og kom þeim saman um að láta málið niður falla.
Síðan gekk hann aftur inn í sölubúðina til að kaupa sér Biblíu, og eigi vildi hann kaupa neina aðra en þá, þar sem hann las orðin, sem urðu honum kraftur Guðs til nýs lífernis.