Ritningin

Í mínum augum er Ritningin báturinn, sem Jesús sefur í.
Á meðan hann sefur er áhöfnin í óða önn að leita að sprungu,
sem kynni að vera komin í bátinn.
Gæti t.d. ekki einhver þrællyndur kafari hafa borað á hann gat neðan frá ?

Þá vaknar Jesús og spyr: "Hvað hafist þið að?"
"Við erum að gá að hvort ekki sé einhvers staðar sprunga.?
Hví þá það?
Það gæti komið vatn inn um hana.
Og hvað um það?
Báturinn gæti fyllst.
Og hvað þá?
Hann gæti sokkið og við gætum allir drukknað."

Og ég hugsa mér að þá muni meistarinn svara:

"Hvers vegna eruð þér hræddir, þér lítiltrúaðir!"

Thielike, þrófessor