Gestaboð Biblíunnar

Biblían bíður til veislu - útdráttur úr inngangi

Lítið á fyrstu Mósebók 18:1-8

Matarkostur Biblíunnar var af eðlilegum ástæðum einstaklega hollur. Fjölbreytni var ótrúleg og uppfyllti fullkomlega þarfir líkamans. Notað var gróft mjöl sem malað var milli steina svo engin efni fóru forgörðum. Grænmeti og mjólkurafurðir voru afar vinsælar. Baunir, kornvara og nýtt grænmeti var oft til matar einnig yogurt og nýir ostar.
Hænsni og fiskur var algengt, annað kjöt meira til hátíðabrigða. Ávextir og hnetur voru notaðir í sósur og eftirrétti. Döðlur, vínber og hunang var haft í stað sykurs.
Uppskriftir bókarinnar eru allt frá því um 3000 f.Kr. til 100 e.Kr. Allt frá því notast var við opinn eld og brauðið var bakað á heitum steinum. Kynnt er brauð frá kökuhúsum Faraóanna, ávextir úr babýlönskum trjágörðum, krydd frá Persíu klassískur grískur heilsukostur, frægur veislumatur frá Róm og síðasta máltíð Jesú með lærisveinunum. Einnig ljúffengir pottréttir, lambasteik, grillaðar kornhænur, nýir ostar, ósýrt brauð, alls konar sallöt úr ferskum ávöxtum o.fl.
Í fyrstu Mósebók er greint frá hvernig fjölskyldur Abrahams, Ísaks og Jakobs
lifðu á uppskeru jarðar, og afurðum dýra. Þeir veiddu fugla, mjólkuðu ærnar, söfnuðu alls konar kryddjurtum til bragðbætis, ræktuðu ýmislegt til útflutnings svo sem olífur, fíkjur og korn.
Af lágmyndum í egypskum gröfum er hægt að hugsa sér hvernig eldhús, bakarí, fisk og fuglakaupmenn litu út um 2000 f.Kr. Frá Egyptum breiddist út kúnstin að baka og brugga Sagt er frá því að á tímum Ramsesar þriðja hafi verið bökuð meira en miljón brauð af ýmsum gerðum sem fórnað var guðinum Amon Ra, og þrælarnir sem byggðu Pýramídana átu þau upp til agna.
Elsta matreiðslubókin sem vitað er um fannst á leirtöflum frá Makedóníu. Í fyrstu var álitið að um lyfjauppskriftir væri að ræða, en svo var ekki. Gaman er að hugsa til þess hve fæðan hefur alla tíma verið mikilvæg fyrir afkomu þjóðanna og ávallt hafa verið til matreiðslumenn sem hafa fundið upp eitt og annað gómsætt til glaðnings á góðum stundum.

Hér á eftir fylgir uppskrift að "Esaúsúpu", sem er bæði saðsöm og ljúffeng og umfram allt einföld að matbúa. Einnig "Esekíelsbrauði", sem er næringarríkt og gott.

Matreiðslubók þessi heitir á frummálinu "The Good Book Cook Book"
Gefin út í U.S.A. af Fleming H. Revell, Baker Book House Co.
Almenn útgáfa hjá Angus Hudson Ltd. London.
Gefin út á sænsku af bókaforlaginu Cordia 1999.