Eitt ár úr dagbók Biblíunnar


15. janúar   Fyrstu daga ársins las húsbóndinn mig reglulega. Nú hefi ég haft viku frí.
 2. febrúar  Rykið þurrkað af mér. Síðan komst ég á gamla staðinn í bókaskápnum.
 8. febrúar  Húsbóndinn notaði mig nokkra stund eftir matinn, leit á nokkra ritningarstaði, fór í sunnudagaskóla.
 7. mars  Síðan ég fór í sunnudagaskólann hefi ég legið frammi í forstofu. Nú er ég komin aftur upp í skáp.
 2. apríl  Önnum kafin í dag. Húsbóndinn talaði á fundi í K.F.U.M. Hann þurfti að finna mörg ritningarorð og var lengi að leita. Samt höfðu þessi ritningarorð alltaf verið á sínum stað.
 3. júní  Fékk að gjöf nokkra fjögra aufa smára.  
1. júlí  Sett í ferðatösku ásamt fötum og fleiru, á líklega að fara í sumarfrí.
Ennþá í ferðatöskunni. Þó hefir næstum allt annað verið tekið úr henni.
Komin heim aftur. Þetta var róleg ferð. Skil ekki til hvers ég var tekin með.
Það er loftlaust og heitt. Ofan á mér liggja tvö tímarit, skáldsaga og gamall hattur. Vildi að þetta yrði tekið burt.
Nú er ég hrein og fín og það fer vel um mig. Presturinn kom í mat.
María notaði mig stundarkorn. Hún var að skrifa bréf til vinar síns, sem hafði misst bróður sinn, og þurfti að setja í það viðeigandi ritningarorð.
Nú er ég aftur komin á gamla staðinn minn í bókaskápnum.
Kirkjuritið 1953