Kenn mér að biðja

Drottinn, það er svo erfitt að biðja. Kenn mér það. 
Hugur minn er margskiptur og hvarflar víða vegu. 
Gef mér því einlægt bænarskap og réttan vilja. 
Kenn mér að biðja af öllu hjarta um það, sem er 
mikilvægara en allt annað, að þú ríkir meðal mannanna 
og í mínu eigin hjarta. Ger mér ljósan vilja þinn, 
svo að ég hafi skilning á að biðja þess, að ég hlýðnist 
eins og ber. Gef mér kraft og þolgæði til að ganga veg 
þinn. Kenn mér Drottinn, að biðja fyrir öðrum og láta 
ekki stjórnast af eigingirni í bæn minni. 
Drottinn, kenn mér að þakka þér og lofa þig í bæn minni, 
og fylla hjarta mitt fögnuði. Bænheyr mig, er þér þóknast. 
Lát mig treysta því að þú hlustir á bæn mína. 
Þú þekkir sjálfur þarfir mínar og þrár betur en ég. 
Og þú skilur mig, þótt orð mín séu fátækleg.

Ebbe Arvidsson (Kirkjuritið l957)