Draumur

Má útfæra sem smá helgileik með 5 þátttakendum og sögumanni.

Eitt sinn dreymdi mig eftirfarandi draum:

Guð sat í dómarasæti sínu og kallaði stórmenni heimsins fyrir sig, hvert á fætur öðru:

Guð sagði við Móse: "Hvað hefur þú gefið þjóð þinni""
"Ég hefi gefið henni Lögmálið."
"Og hverju hefur það komið til leiðar""
"Syndinni."

Því næst spurði hann Karl Mikla:
"Hvað hefur þú gefið þjóð þinni""
"Ég hefi gefið henni Altarið.
"Hverju hefur það komið til leiðar""
"Bálinu."

Þá spurði hann Napóleon I:
"Hvað hefur þú gefið þjóð þinni""
"Ég hefi gefið henni Heiður."
"Hverju hefur hann komið til leiðar""
"Svívirðingu."

Þannig spurði hann marga, og allir kvörtuðu yfir því að fólk hefði notað illa gjafir þeirra.

Aðlokum spurði hann son sinn:
"Hvað hefur þú gefið mannkyninu""
"Ég hefi gefið því Frið."
"Hvernig hefur það notað hann""
Kristur svaraði engu. Hann byrgði andlitið í gegnumstungnum höndunum og grét.