Bænavers

eftir Guðbjörgu Jónsdóttur frá Broddanesi

?Drottinn daga og stunda,
Drottinn tíma og rúms,
Drottinn dýrðarfunda,
Drottinn næturhúms.
Stýr þú hönd og huga,
hjarta, lífi og sál,
lát ei bölið buga
blessa allra mál