Spakmæli

Sagt er að það taki manninn eina mínútu að eignast kunningja,
einn klukkutíma að læra að meta hann,
einn dag til að elska hann,
en heila ævi að gleyma honum.


 

Úr Njálssögu:
Segið aldrei meira en þið getið staðið við.


 

Gleði og ánægja eru jafn nauðsynleg og matur og drykkur.
Marteinn Lúther 


 

Mér tekst aldrei betur upp en þegar mér rennur í skap.
Þegar ég er reiður skrifa ég og bið og prédika vel. Því að þá er ég bext vakandi, skilningur minn skarpastur, og öll lágfleyg gremja og freisting fokin út í veður og vind.
Marteinn Lúther


Þeim mun fáorðari sem bænin er, þeim mun betri er hún
Marteinn Lúther


Guð er sá eini, sem aldrei þreytist á að hlusta á mennina
Sören Kirkegaard


Sýnum það í vilja og verki, að við trúum á Guð og treystum mönnunum.
Hver, sem það gerir, gengur fagnandi inn í framtíðina.
Davíð frá Fagraskógi


Kærleikurinn verður að þroskast á heimavelli,
áður en hann er reiðubúinn til þjónustu annars staðar.
Olfert Ricard


Stundum eru mennirnir svo önnum kafnir við að frelsa heiminn,
að þeir gleyma að sýna hver öðrum kærleika.
Olfert Ricard


Af þjáningu sprettur alvara, frelsun fæðir af sér þakklátt hjarta,
þolinmæði gefur sálarstyrk og öryggi vekur trúartraust.
Johan Ruskin


Þrennt er nauðsynlegt til að öðlast hamingju:
1. Vinna, 2. Sýna kærleika, 3. Eiga sér von.
Þetta er einmitt það, sem kristindómurinn felur í sér.
Oswald Chambers


Í æsku lærum við af bókum, en í elli hefur lífið kennt okkur að skilja.


Hvað sem þig kann að henda, þá láttu þér aldrei gleymast,
að þú ert ekki bundinn við að fara yfir götuna sem þú valdir.
Þér er frjálst að leita uppi aðra leið, ef þú finnur að þú ert að villast.
Stig Dagerman 


Eldfornt er það eitt, sem er síungt.
Carl Larson 


Veröldin er full af undrum, en vér erum svo vön þeim,
að vér köllum þá hversdagslega hluti.
H. C. Andersen 


Gjör ekki það sem þú vilt að enginn viti.
Kínverskt 


Í byrði lífsins eru það ekki alltaf steinarnir sem þyngja mest,
heldur visnað gras og gulnað lauf.
Veikko Koskiniemi


Vér ættum aðeins að biðja blessunar, því að Guð veit best, hvað oss er til mestra heilla.
Sókrates


Ég óttast Grikkina, þegar þeir koma gjöfum hlaðnir
Virgill


Það er um sanna verðleika eins og fljótið, sem lætur þeim mun minna yfir sér sem það er dýpra
Halifax


Spurning um tíma:

Spekingur nokkur var eitt sinn spurður, hvaða tími væri mikilvægastur í lífi mannsins. Hann svaraði:

"Mikilvægasti tíminn í lífi hvers manns er ævinlega sú stund,
sem yfir stendur"


Það þarf tvo til að segja sannleikann - annan til að tala, hinn til að hlusta


Þeir sem flytja sólskinið til annarra, geta ekki komist hjá því að það skíni á þá sjálfa.


Áður en þú rýkur til að hafa orð á göllum náungans, skaltu telja upp í huganum tíu galla sem þú hefur sjálfur 


Vísindamaðurinn kýs helst það sem er skipulagt, stöðugt og snyrtilegt. Skáldið kýs helst það sem er sérstakt og hvorki hægt að vega né meta.
Robert Graves


Hin raunverulega hætta á tækniöld er ekki fyrst og fremst fólgin í þeim möguleika að vélarnar fari að hugsa eins og menn, heldur miklu fremur í því að mennirnir fari að hugsa eins og vélar.
Sydney J. Harris