Gamlar gátur

 1. Þrír menn komu á bæ.
  Þeir voru spurðir að heiti:

  Fyrsti sagðist heita það sem hann var.
  Annar sagðist heita það sem hann er.
  Þriðji sagðist heita það sem hann verður.

  Hvað hétu þeir?
 2. Lífið skilur seint við sál,
  sjá þar nafn í felum.
  Faðirinn heitir fremst á nál,
  fæddur í tveimur pelum.
 3. Hættulegur er í á
  en á sjó er fengur,
  notaður í reiða og rá
  í rúmi best hann gengur.
 4. Býr mér innan rifja ró
  reiði, hryggð og kæti.
  kurteisin og Kári þó
  koma mér úr sæti.
 5. Áður var ég gras, nú er ég orðið duft, og geymist í gulli og silfri,
  horni,tré og pappír, eftir hvers eins vilja og efnum..
  Einir geta ekki án mín verið, aðrir ekki við mér litið
 6. Hver er sá hóll,
  holur að innan,
  dynur úr honum
  djangans mikið
  Rektu nefið
  í rass á honum
  og ráddu síðan
  hans rétta heiti.

 

Lausnir

 1. a) Sveinn, b) Gestur, c) Karl
 2. Eilífur Oddur fæddur í Mörk
 3. Strengur
 4. Höfuðfat
 5. Tóbak
 6. Tóbaksponta