Gátur dagsins

a)  Boðar mönnum messugjörð
     mælir daga og stundir.
     Vex um heiðar holt og börð,
     höfð er pilsum undir.
     höf. Ólöf Ó. Briem

b)  Upp vex bróðir minn hjá mér,
      mikið hár á kolli ber,
      Í fyrstunni það fallegt er
     og fagurlega það dreifir sér.
     En þegar eldist sá,
     undarlegt það heita má.
     Úr honum verður auðargná,
     alþakin með hárin grá.
     Þessi kerling sómir sér,
     sem þó ellimörkin ber,
     uns að hárið falla fer,
     og fölur eftir skallin er.

c)  Hvað er betra en Guð?
     Hvað er verra en Skrattinn?
     Fátækir eiga það.
     Ríka vantar það.
     Þú deyrð ef þú borðar það.

d)  Hvað er það í dyrunum sem öllum er illa við?


 

Lausnir

a) Klukka
b) Bifukolla, fífa
c) Ekkert
d) Fals