Bæjarnafnagátur 1

 1. Með þeim fyrsta fast er slegið. 
 2.  Fæst af öðrum lambaheyið. 
 3.  Að hinum þriðja glögg er gata. 
 4.  Gleður hinn fjórða þreytta og lata. 
 5.  Í fimmta ei dropi nokkur næst. 
 6.  Næðir um sjötta, er gnæfir hæst. 
 7.  Er hinn sjöundi út við sjá. 
 8. Áttundi nefnist Dimmagjá. 
 9.  Er hinn níundi efni í vönd. 
 10.  Ekki er tíundi nærri strönd. 
 11.  Ellefti nefnist Hlýjusléttur. 
 12.  Á hæð er tólfti bærinn settur. 
 13.  Á þrettánd' er naumast sól að sjá. 
 14.  Sjómenn í fjórtánda næði fá. 
 15.  Fimmtándi er prýði framan á bergi. 
 16.  Finnst hinum sextánda betri hvergi. 
 17.  Seytjándi er aftan við alla kálfa. 
 18.  Á átjánda mun ei húsið skjálfa. 
 19.  Nítjándi í eldhúsi er tilvalið tæki. 
 20.  Í tuttugasta ég ylinn sæki.

 

Lausnir - Bæjarnafnagátur 1

 1. Hamar.
 2. Engi. 
 3. Tröð. 
 4.  Hægindi. 
 5.  Vatnsleysa. 
 6.  Vindás. 
 7.  Marbakki-Höfn. 
 8.  Svartagil. 
 9.  Hrísar. 
 10.  Dalur - Heiði 
 11.  Laugavellir. 
 12.  Hóll - Ás. 
 13.  Skuggabjörg - Forsæludalur. 
 14.  Höfn - Sæból. 
 15.  Foss. 
 16.  Sælustaðir. 
 17.  Hali. 
 18.  Bjarg. 
 19.  Ausa. 
 20.  Laug