Gátur Sigurkarls 2

1.
Lampi minn hékk lágt á krók
lýti var á helgri bók
Alþingi mér illa tók
Alræmdur sem nískublók.

2.
Án mín verður óhóf mest
oft á votri kinn ég sést
Þarfur til að teyma hest
Títt er öngli við mig fest.

3.
Gæluorð hjá ástvinum
Uppáhald hjá krökkunum
Veglegast af verðlaunum
Vel má telja á fingrunum

4.
Komin er að mér konan mörg
kunn við mér er engin björg
Fjárbónda ég fell í skaut
fótakefli á lærdómsbraut

5.
Skeið þar ýtt var að og frá
Úr henni kom skáldið
Vanti aðra ei mæla má
Mjólkurkönnu að sjá er á.

6.
Allra fugla er ég hlíf
ómissandi í vasahníf
höfuðs prýði, bíla ber
ber mig fákur undir sér.

7.
Ólöglegt ég alltaf verð
Atriði í bókagerð
Ber mig vel í buxunum
Birt er oft í prósentum.

8.
Í lögg við gólfið leynist hann
litlar flugur veiðir hann.
Tildurdrósir töfrar hann
af tíu er eitt sem nefnir hann


 

Lausnir

  1. Grútur 
  2. Taumur 
  3. Fall 
  4. Gull 
  5. Fjöður 
  6. Vör 
  7. Brot. 
  8. Hégómi