Gátur Erlendar Sigmundssonar 1. Þengill enginn þarna býr.
  Þetta er litil jörð og rýr.
  Hefur þínum hálsi í.
  Hæfði barni að klæðast því.

 2. Bragarhátturm bundinn er.
  Berðu hann í vasa þér.
  Lofti hleypir ofnum úr.
  Opnar dyr á höll sem skúr.

 3. Fara á stjá og flögra hjá
  fögur á að líta.
  Víða sjá þá vísast má
  vængi smáa og hvíta.

 4. Ferðast kringum fjall og dal.
  Fer í hringa slyngur.
  Þenur bringu í bláins sal.
  Býr í lyngi og syngur.

 5. Notað er um tímatal.
  Týna má ei þræði.
  Á því þarf að vandal val
  vilji ég yrkja kvæði.

 6. Er í báðum örmum þér,
  einnig þínum fótum.
  Ljúft að honum lék ég mér
  líkt og fáki skjótum.

 7. Kyrjuð mjög af mey og segg.
  Mörg eru þau í hlöðnum vegg.
  Landið með þeim byggja ber.
  Bág eru þau sem gilda hér.

 8. Er á fæti og einnig skó.
  Einatt tjóðra við hann  jó.
  Tilheyrir hann tjaldi er sagt.
  Tæpt sem undir hann er lagt

 9. Kunnur hljómur konu og manns.
  Kær og rómuð snilli.
  Fyrir sómaflutning hans
  færi ég blóm og hylli.

 10. Vegir margir mætast hér.
  Mörgum sinnum haldið er.
  Oft á tíðum á það fer.
  Er á milli liða þér.


  Góða skemmtun


  Lausnir á gátum Erlendar.


  1: Kot.  2: Lykill.  3: Fiðrildi.  4: Fugl.  5: Rím.
  6: Leggur.  7: Lög.  8: Hæll.  9: Söngur.  10: Mót.