Óskalistinn

Óskalistinn

Faðir, gef mér friðsæl jól,
frá mér bægðu heimsins glaumi.
Lýsi myrkrin lífsins sól,
ljá mér hjá þér vernd og skjól,
nærri þér en fjarri flaumi.
gjafir þínar gefðu mér;
gleði og frið, sem aldrei þver.
Biðlund, gæsku, góðvild sanna
gefðu mér til allra manna,
hjarta trútt og hógværð ríka,
helga festu veit mér líka.
Knýt mig böndum kærleikans.(Sr.Magnús Runólfsson)