Gamla konan við gluggann


Jóhanna F. Karlsdóttir 

Senn er kominn ævi minnar endi
Alein ég sit og hugs'a um liðin ár
Hugsa um hverja gleð'i er Guð mér sendi
Gaf hann mér einnig sporin þung - og tár.

Kyrrð fyllir hug minn, horfin gamla ólgan
Heitt meðan blóðið svall - hin fyrri ár
Gróin mín sár og hjöðnuð brunabólgan
Brosi því gegnum minninganna tár.

Ég veit ég fæ að sofna í sátt við alla
Sofna og gleymast - héðan brátt ég fer
Frelsari minn, er klukkurnar mig kalla
kveð ég og flyt, í bústað minn hjá þér.


Erindi eftir Sr. Sigtrygg Guðlaugsson prófast og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði (1862 ? 1959). Birt í ?Lindinni? riti prestafélags Vestfjarða árið 1962.
Sr. Sigtryggur var afar fjölhæfur maður. Hagmæltur og tónelskur. Hafa verið gefin út eftir hann þó nokkur sönglög. Auk þess var hann mikill ræktunarmaður og stóð fyrir uppbyggingu hins fræga skrúðgarðs á Núpi sem nefndur er ?Skrúður.?