Vísnagetraun

 

Hver orti?

1.
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann.
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil duggan.

2.
Þegar lánsins þorna mið
og þrjóta vina tryggðir.
Á ég veröld utan við
allar mannabyggðir.

3.
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið norðurland,
nú á ég hvergi heima.

4.
Láttu brenna logann minn
lof mér enn að skoðann.
Horfa í ennis eldinn þinn
inn í kvenna voðann.

5.
Falla hlés í faðminn út
firðir nesja grænir.
Náttklædd Esjan ofanlút
er að lesa bænir.


Lausnir:
1:Sveinbjörn Egilsson(1791-1852) .
2:Theodora Thoroddsen(1863-1954).
3: Kristján Jónsson Fjallaskáld(1842-1869).
4:Ólöf frá Hlöðum(1857-1933).
5: Stefám G. Stefánsson(1853-1927)