Ljósberar


Einu sinni var gamall, fatlaður maður. Hann gat ekki stigið í annan fótinn og því ekki unnið það starf sem hugur hans stóð til.

Vinur hans kom til hans og sagði: "Jæja, hér situr þú og ert veikur í fætinum."

"Já, en ég er líka með heilbrigðan fót. Hefur þú gleymt þvi´"? Gamla manninum hafði ekki brugðist andlegur kjarkur og kímni. Það er ljósið sem einkennir lífsskoðun þeirra manna, er kvarta ekki yfir þyrnum meðal rósanna, heldur geta glaðst yfir því að rósir eru meðal þyrnanna.
Slíkir menn eru ljósberar hvar sem þeir koma. Við getum haft góð áhrif með því einu að láta stjórnast af kristilegu, björtu lífsviðhorfi. Uppörvandi bros getur haft undraverð áhrif,

Nokkur vinsamleg orð, traust er við sýnum einhverjum sem hefur látið hugfallast.
Bjartsýni á fólk og umfram allt bjartsýni varðandi Guð og málefni hans " með þessu verða unnir sigrar í ríki Guðs. Þetta lífsviðhorf ljóssins geta allir eignast. Það er ekki ætlað fólki með sérstaka skaphöfn. Allir kristnir menn fá það í vöggugjöf. Við höfum lært að treysta Guði sem lætur allt efla áform sín, starfar alltaf í kærleika og fer alltaf með sigur af hólmi.

Þegar við horfum á okkur sjálf og mennina yfirleitt höfum við ástæðu til að vera harla bölsýn. Menn nota framfarir einkum í þjónustu hins illa. En á þessu er björt hlið sem ætíð þarf að benda á og aldrei má gleyma.

Guð sigrar þrátt fyrir alla illsku. Og ríki Guðs kemur, enda kemur Jesús skjótt og fer heim með þá sem honum tilheyra.

   "Hjá þér er uppspretta lífsins. Í þínu ljósi sjáum vér ljós."(Sálm. 36.10)

                                                                                                             Höfundur ókunnur.