Ljósið skæra

Algengt er að bæði börn og fullorðnir líði af myrkfælni. Margir óttast myrkrið. Eina ráðið til að forðast það er að kveikja ljós.

Þeir sem ekki hafa kynnst Jesú búa í myrkri. Jesús er ljósið skæra sem kom í heiminn til að frelsa synduga menn.

Hann sagði sjálfur  í  Jóhannesarguðspjalli, kafla 16, versi 12:

"Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lifsins."

Hann er sá eini sem getur leitt oss frá myrkri til ljóss. Hann vísar okkur á ljósið veitir okkur fyrirgefningu, öryggi og gleði.

Saga er til um það að eitt sinn kom japanskur heiðingi til kristniboðsstöðvar og mælti:

"Ég er kominn til að sækja gleðina."

Kristniboðinn skildi ekki strax hvað hann átti við og bað um frekari skýringu.

"Það var þannig?sagði Japaninn.?Tengdadóttir mín kom hingað til kristniboðsstöðvarinnar og lærði að þekkja Jesú. Eftir það varð hún bæði hamingjusöm, kærleiksrík og glöð.
Og nú er ég hingað kominn til að sækja gleðina."

Það liggur í augum uppi hvaðan gleðin hafði komið.

Jesús bar til tengdadótturinnar birtu fagnaðarerindisins. Hann var ljósið skæra sem flutti mannkyninu boðskapinn um fögnuð og frið.  

Í spádómsbók Jesaja kafla 9, versi 2 standa þessi kunnu ritningarorð:

"Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós, yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós. Þú eykur stórum fögnuðinn, þú gjörir gleðina mikla."

Á hverri jólahátíð heyrum við þennan texta sunginn. Og hugsunin er að hann fylgi okkur allt árið, lýsi í vetrarmyrkrinu og gæði lífið gleði, birtu og ljóma trúarinnar.

Davíð skáld Stefánsson endar páskasálm sinn, Ég kveiki á kertum mínum, með þessum hendingum:

Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.