Ýmsar gátur haust 2007

 1. Á mér hvílir þungi þinn.
  Þinna klæða efni ég vinn.
  Ég er upphaf auðs um sinn.
  Í mig stígur presturinn.

 2. Tré og blómi er ég á,
  oft til skrauts á þili.
  Margir hjá mér fréttir fá.
  Fest er ég við kili.

 3. Allir reyna að elta það.
  Óðfúsir að taka það.
  Fáir þeir sem finna það.
  Fæstum létt að greiða það.

 4. Gull og silfur æ ég er,
  einnig landnámskona.
  Næstum allir eftir mér
  ætíð bíða og vona.

 5. Fer af gömlu sári seint,
  sést ég fremst í orðum.
  Lundarfarið get ég greint.
  Gunnar skaut mér forðum.

 6. Hvað er það sem Guð gefur þér tvisvar,
  en í þriðja sinn þarft þú að borga fyrir það?                

Lausnir:1.Stóll. 2:Blað.3: Lán.4: Auður. 5:Ör. 6:Tennur.