Gátur vor 2008

 1. Ég er karlmaður og heiti það sem hópur fólks er. Hvert er nafn mitt?

 2. Hvaða föt þola bleytuna best?

 3. Ég er nytsamlegur hlutur og þú togar oft í mig. Það gengur vel ef þú ferð varlega,annars stansa ég stundum og fer út af brautinni. Hver er ég?

 4. Ég er ekki tré, en ber þó blöð. Ég blómstra ekki en ber þó ávöxt.
  Ég er safalaus þó fóðra ég þig. Ég er líflaus en þó geri ég marga ódauðlega.

  Hver er ég? 

 5. Ég dreg yfir mig skýlu, svo að þið þekkið mig ekki.

  Ef þið þekkið mig strax þykir ykkur ekkert til mín koma, en ef þið þekkið mig ekki þykir ykkur það miður. Hver er ég?

 6. Hvenær er hægt að bera vatn í gatasigti?

 7. Hvað getur svarað öllum spurningum, og það á öllum tungumálun?

 8. Hvert er það stökk sem reiðum veitist hvað auðveldast?

 9. Hver er ei nema skaft og skott, skrautlega búin stundum. Engri skepnu gerir gott, gengur í lið með hundum?

 10. Hver er sú sem hleypur án þess að færast úr stað, er skilin án þess að geta talað og er áberandi drukkin á hverjum degi?

 11. Ég er karlmaður og heiti það sem fátækur er. Hvert er nafn mitt?

 12. Hvað er það sem Guð gefur þér tvisvar, en í þriðja sinn þarft þú að borga fyrir það?


Svör. 1. Lýður. 2. Vaskaföt. 3. Rennilás. 4. Bókin. 5. Gátan. 6. Þegar það er frosið. 7. Bergmálið.  8. Að stökkva upp á nef sér. 9. Svipan. 10. Mjólkin. 11. Eiríkur. 12. Tennurnar.