Málþing í október

Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma
halda málþing um málefni eldri borgara sem verður haldið í Grensáskirkju mánudaginn 6. október kl. 13:00 - 16:30.Dagskrárliðir eru:

 • Setning, sr. Svanhildur Blöndal prestur á Hrafnistu í Reykjavík og á Vífilstöðum.
   
 • Mæta aldraðir ofbeldi ?
  Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir.
   
 • Hvernig er að búa á heimili sem er ætlað eldri borgurum ?
  Edda Jóhannsdóttir íbúi í Jökulgrunni/Hrafnistu.
   
 • Samskipti aðstandenda og starfsfólks á heilbr. stofnunum.
  Soffía Egilsdóttir forstöðumaður félagssviðs á Hrafnistu.
   
 • Hvað brennur á aðstandendum eldri borgara ?
  Reynir Ingibergsson formaður AFA samtaka aðstandenda eldri borgara.
   
 • Skiptir jákvætt hugarfar og lífsgleði eldri borgara máli ?
  Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.