Hver kallaði?

Nína sat á garðveggnum framan við húsið sitt og lét á sig hjólaskautana. Hún var að flýta sér því hún ætlaði að renna sér langt niður eftir götunni til að komast hjá því að snúast meira fyrir mömmu. Henni leiddist að þurrka af. Enn leiðinlegra fannst henni að þurrka upp diska. Og verst af öllu þótti henni að búa um rúmið sitt.

Hún var búin að setja á sig annan skautann og næstum búin með hinn, þegar hún heyrði einhvern kalla nafn sitt. "Nína."

"Æi, aumingja ég!" sagði hún við sjálfa sig. "Þetta hlýtur að vera mamma. Ef ég hefði aðeins komið hjólaskautunum á mig fyrr!" All-þvermóðskufull og ólundarleg gekk hún hægt heim að húsinu.
"Hvað vantar þig?" spurði hún hranalega. "Ekkert", svaraði mamma.
"Af hverju kallaðir þú þá á mig?"
"Ég kallaði ekki á þig: "En víst gerðirðu það." Sagði Nína.
"ei, nei" sagði mamma. "Ég sagði ekki eitt einasta orð."
Nína sneri sér við reiðilega. Hún var viss um að mamma hafði kallað á hana og að hún segði ekki satt. Muldrandi við sjálfa sig settist hún aftur á vegginn og setti á sig hinn skautann.
Varla hafði hún lokið því þegar hún heyrði röddina aftur. Í þetta skipti var hún mjög skýr.
Þetta var engin misheyrn. "Nína!" Nína stóð upp og stormaði heim að húsinu.
"Þú kallaðir á mig", sagði hún.
"Nei sannarlega gerði ég það ekki", sagði mamma.
"En þú gerðir það!", sagði Nína. "Ég heyrði það:" "Nei", sagði mamma með undrunarsvip á andlitinu. "Ég kallaði ekki. Einhver hefur kallað á þig."
"En það er enginn hér í kring", sagði Nína.
"Jú það er", sagði mamma. "Mundu eftir því að einhver kallaði á Samúel í musterinu, þegar allir aðrir sváfu?"
"Það er nú bara gömul saga úr Biblíunni", hreytti Nína út úr sér. "Það kemur ekki fyrir mig:"
Með það hélt hún af stað og skautaði eins hratt og hún komst.
Ólíkt Samúel sagði hún ekki: "Tala þú Drottinn, því að þjónn þinn heyrir." Hún var í of vondu skapi til þess. Hún heyrði ekki röddina aftur. Eftir því sem dagarnir liðu varð hún hranalegri og óþekkari.
Tíu ár liðu. Tíu leiðinleg og erfið ár. Þá var það nótt eina þegar hún var mjög langt niðri að henni fannst hún heyra röddina aftur:
"Nína."
Svo mjúk, góðleg og hógvær var hún, að henni fannst öruggt að það væri rödd Jesú.
"Kæri Drottinn, fyrirgef mér", svaraði hún.

Og það gerði hann strax á staðnum.

Hefur einhver kallað á þig?
Er hann að kalla núna? Ef svo er, vertu þá viss um að segja:
"Tala þú herra: Ég hlusta. Hvað vilt þú að ég gjöri?"

Frá Kristínu Pálsdóttur