Orlofsdvöl að Löngumýri

 

Orlof Eldri Borgara
Eins og fyrri ár verður orlof Eldri Borgara að Löngumýri í Skagafirði

Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma efna til dvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar.
Í boði eru 3 ferðir í  5-6 nætur hver og sem fyrr annast valinkunnur hópur stjórn daganna.

  • Fyrsti hópur: 18 júní - 24. júní
  • Annar hópur: 28. júní - 3. júlí
  • Þriðji hópur: 7. júlí - 12. júlí

Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma f.h. virka daga í síma 567 – 4810